Heim

Aðeins um fyrirtækið

Aðeins um fyrirtækið

Gúmmívinnslan ehf var stofnuð árið 1982 og var meginmarkmið fyrirtækisins endurvinnsla á gúmmí.

Fljótlega var farið að sóla hjólbarða og er það meginstarfsemi fyrirtækisins í dag. Gúmmívinnslan er eina fyrirtækið á íslandi sem sólar hjólbarða og eru því viðskiptavinir fyrirtækisins út um allt land. Við sólningu fellur til gúmmí sem endurvinnsludeild Gúmmívinnslunar nýtir til framleiðslu á hágæða öryggis- og umferðavörum svo sem öryggishellur, gúmmístaura, gúmmímottur, umferðarvörur, ákeyrsluvarnir og millibobbinga.

Gúmmívinnslan selur einnig nýja hjólbarða og er því í góðu sambandi við íslenska markaðinn. Gúmmívinnslan er staðsett á Akureyri í 2.400 fermetra iðnaðarhúsnæði og eru starfsmenn um 20 talsins.

       

  Umhverfisstefna

  Markmið Gúmmívinnslunnar er að efla endurvinnslu á gúmmí sem til fellur við hjólbarðasólun og tengda starfsemi.

  Endurvinnslan miðar að því að nýta til fullnustu þau efni, sem til falla við aðra starfsemi fyrirtækisins, svo og að þróa arðbæra framleiðslu úr hráefnum sem að öðrum kosti yrði ekki notuð.

  Gúmmívinnslan leggur áherslu á markaðsstarf sem styrkir stöðu fyrirtækisins í hjólbarðasólun og eflir endurvinnsluþátt starfseminnar. Skal það meðal annars gert með því að veita viðskiptavinum og almenningi markvissar upplýsingar um þann þátt í rekstri fyrirtækisins er lýtur að endurvinnslu og endurnýtingu hverskonar.

  Þróunarstarf Gúmmívinnslunnar miðar fyrst og fremst að því að þróa framleiðslu á nauðsynlegum og hagnýtum vörum sem stuðla að öryggi þeirra sem þær nota. Við þróun nýrra vara er það megin markmið að mengun umhverfisins sé haldið í lágmarki.

  Öll starfsemi fyrirtækisins skal stuðla að verndun umhverfisins og bættu öryggi þeirra er vörur fyrirtækisins nota. Með stefnumörkun sinni í umhverfismálum vill Gúmmívinnslan stuðla að eftirfarandi þáttum:

 • Halda mengun umhverfisins í lágmarki.
 • Bæta nýtingu auðlinda jarðar.
 • Endurvinna úrgangsefni eins og frekast er unnt.
 • Nota hráefni og framleiðslutæki er valda sem minnstri mengun.
 • Efla öryggi neytenda.
   •        

    Samþykkt á fundi stjórnar Gúmmívinnslunnar ehf. 24. mars 1992.

    Ef þú hefur spurningar varðandi umhverfisstefnu fyrirtækisins eða vörur þess, vinsamlegast hafðu samband.

Hjólbarðar - Dekk

Hjólbarðar - Dekk

Frá aprílmánuði 2016 varð sú breyting gerð hjá GV að við hættum dekkjaþjónustu við fólksbíla og jeppa.

Nú sérhæfum við okkur í dekkjaþjónustu við vörubifreiðar, rútur og stærri tæki. Megin áherslan er lögð á að fá inn sólningarbelgi frá eigendum stórra bifreiða til sólningar.

Við sólum 17,5“ , 19,5“ og 22,5“ vörubifreiða- og rútudekk. Einnig sólum við dekk undan skotbómulyfturum . Við sólninguna er eingöngu notaður bani frá NOKIAN í Finnlandi og bestu fáanlegu vörur í aðrar hliðar af sólningunni. Við berum fulla ábyrgð á sólningunni.

Ýmis munstur eru í boði og má finna þau í NOKIAN vörulista okkar hér á síðunni.

Við flytjum einnig alltaf eitthvað inn af stórum dekkjum fyrir vöru- og rútubifreiðar ásamt stærri dekkjum fyrir búkollur og önnur stór tæki.

Endilega leitið tilboða hjá sölumönnum okkar.

Hjólbarðaverkstæði

Hjólbarðaverkstæði

Gúmmívinnslan rekur fullkomið hjólbarðaverkstæði á Akureyri fyrir flestar gerðir vörubifreiða, rútubifreiða og stærri vinnuvéla.

Verkstæðið á sér langa sögu í þjónustu við vörubíla og vinnuvélar og við leggjum metnað okkar í þjónustu við atvinnubílstjóra.

Endurvinnsla

Endurvinnsla

Gúmmívinnslan ehf. var stofnuð árið 1982 og var upphaflegur tilgangur endurvinnsla á gúmmíi.

Strax við stofnun var farið að endurvinna vörubílahjólbarða með sólningu. Um er að ræða ferli sem kallast kaldsólning þar sem leyfar af munstri á notuðum vörubíladekkjum eru röspuð niður að stálbeltunum í dekkjabelgnum.

Á belginn er síðan límt nýtt munstur og það síðan hitað í sérstökum ofni þar sem gamli belgurinn og nýja munstrið verður ein heild. Í sólningarferlinu falla árlega til tugir tonna af gúmmíi sem nýtt er til framleiðslu á ýmsum nytjahlutum.

Gúmmívinnslan hefur um langt árabil framleitt öryggishellur úr gúmmíi sem notaðar eru á leikvöllum, við sundlaugar og á öðrum útisvæðum þar sem gæta þarf öryggis og varna slysum. Öryggishellurnar uppfylla evrópska gæðastaðla hvað varðar dempun við fall úr ákveðinni hæð.

Aðrar vinsælar framleiðsluvörur eru mottur til notkunar á vinnustöðum þar sem mikið er staðið við vinnu, millibobbingar fyrir fiskitroll sem og plattar, hnallar og fantar fyrir umferðarmerkingar og umferðaröryggi. Stöðugt er verið að þróa nýjar vörur úr gúmmíúrgangi og það nýjasta eru gúmmístaurar til merkinga og afmörkunar á bílastæðum og innkeyrslu.

Framleiðslan á endurvinnsluvörunum, og tækin sem notuð eru til hennar, eru að miklu leyti þróuð og smíðuð af frumkvöðlinum Þórarni Kristjánssyni, stofnanda Gúmmívinnslunar.

Markmið Gúmmívinnslunar er að efla endurvinnslu á gúmmí sem til fellur við hjólbarðasólun og tengda starfsemi. Endurvinnslan miðar að því að nýta til fullnustu þau efni sem til falla við aðra starfsemi fyrirtækisins, svo og að þróa arðbæra framleiðslu úr hráefnum sem að öðrum kosti yrði ekki notuð.

Þróunarstarf Gúmmívinnslunar miðar fyrst og fremst að því að þróa framleiðslu á nauðsynlegum og hagnýtum vörum sem stuðla að öryggi þeirra sem þær nota. Við þróun nýrra vara er það megin markmið að mengun umhverfisins sé haldið í lágmarki.

Öll starfsemi fyrirtækisins skal stuðla að verndun umhverfisins og bættu öryggi þeirra er vörur fyrirtækisins nota. Með stefnumörkun sinni í umhverfismálum vill Gúmmívinnslan stuðla að eftirfarandi þáttum:

 • Halda mengun umhverfisins í lágmarki.
 • Bæta nýtingu auðlinda jarðar.
 • Endurvinna úrgangsefni eins og frekast er unnt.
 • Nota hráefni og framleiðslutæki er valda sem minnstri mengun.
 • Efla öryggi neytenda.

Sólning

Sólning

Gúmmívinnslan ehf. var stofnuð árið 1982 og er eina fyrirtækið á Íslandi sem sólar hjólbarða. Upphaflegur tilgangur fyrirtækisins var endurvinnsla úr gúmmíi en fljótlega eftir stofnun, eða þann 14. janúar 1984, var fyrsta dekkið sólað hjá Gúmmívinnslunni.

Gúmmívinnslan notast við kaldsólningu og eru eingöngu sólaðir hjólbarðar fyrir stærri bifreiðar þ.e. vörubíla- og sendibifreiðadekk og lyftaradekk. Við framleiðsluferli kaldsólningar er byrjað á því að raspa hjólbarðann niður og afraspi síðan blásið yfir í endurvinnsludeild Gúmmívinnslunar.

Næst er gert við allar skemmdir í belgnum, ef einhverjar eru, og oft þarf að styrkja belginn að innan. Þá er milligúmmí sett á sólann og hann síðan settur á belginn. Þar sem um kaldsólningu er að ræða er sólinn í sínu endanlega formi þegar hann er límdur á.

Hjólbarðinn er því næst klæddur í gúmmíumslög sem síðan eru lofttæmd. Eftir þetta er hjólbarðinn settur í ofn og hafður þar í tæpar þrjár klst. við 112°.

Olíumagnið sem fer í framleiðslu á nýju vörubíladekki er 83 lítrar en þegar slíkt dekk er sólað þarf aðeins 26 lítrar af olíu. Fram til þessa hefur þó bróðurparturinn af notuðum hjólbörðum verið urðaður í stað þess að endurnýta þá. Okkur hjá Gúmmívinnslunni er bæði annt um umhverfið og auðlindir heimsins og viljum við því stuðla að endurnýtingu hjólbarða.

Öryggishellur

Öryggishellur

Á vinnustaðinn, leikvöllinn eða sólpallinn.

Endurvinnslan okkar miðar að því að nýta til fullnustu þau efni, sem til falla við aðra starfsemi fyrirtækisins, svo og að þróa arðbæra framleiðslu úr hráefnum sem að öðrum kosti yrði ekki notuð.

Gúmmívinnslan hf. hefur framleitt gúmmívörur frá 1987 og öryggishellur undir leiktæki frá árinu 1992.

Gúmmívinnslan er í samstarf við efna- og framleiðslufyrirtækið Rosehill Polymers í Englandi. Að baki öryggishellnanna frá Rosehill liggur 15 ára rannsóknar- og þróunarvinna. Útkoma þeirrar vinnu er öryggishellur undir leiktæki sem er örugg, hreinleg, endingargóð, falleg, hagkvæm og nánast viðhaldsfrí.

Hellurnar eru gljúpar og þvf hripar rigningarvatn niður í gegn um þær. Þær haldast þvf alltaf þurrar og stamar og nánast engin slysahætta skapast af völdum bleytu og hálku. Höggdempandi og fjaðrandi eiginleikar hellnanna gera þær að afar skynsamlegum kosti nú þegar æ fleiri lönd hafa hert kröfur um öryggi barna í og við leiktæki.

Alþjóðlegar kröfur og staðlar eru að HIC gildi (Head injury criterion) fari ekki upp fyrir 1.000 stig við fall úr leiktækjum.

Öryggishellurnar eru með vottun fyrir gæðastaðlana BSEN1177 og BSEN7188

Smelltu á myndina til þess að skoða liti og stærðir.

Vörulistar

Vörulistar

Smelltu á myndina til að skoða vörulistann.NOKIAN vörulisti

       


Umferðavörur

       


Vinnustaða og hesthúsamottur

       

Starfsmenn

Lykil starfsmenn


Atvinna

Sækja um vinnu

       

       

Smelltu á myndina til að opna atvinnuumsóknina.

       

       

Ef umsóknin opnast ekki, vinsamlegast smellið hér.

Hafa samband

 • Heimilisfang: Réttarhvammur 1, 603 Akureyri
 • Sími: 464 7900
 • Netfang: gv@gv.is
 • Opið alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00